Hugleiðingar Huldu Rún(ar)
Klukkan
Síðast innskráður
Ég var síðast inni þann 13 nóvember
30.06.2008 17:16:42 / hrmr

70.ára afmæli


 

Elsku mamma/amma. Við Arndís óskum þér innilega til hamingju með 70 ára afmælisdaginn þinn í dag :haha:


Það er eins með góða konu og gott vín, hún verður bara betri með árunum.;)

Amma -

-         er góð og fín kona

-         hjálpar mér alltaf þegar mér líður illa

-         segir alltaf satt

-         er fyndin og skemmtileg

Hún er besta amma í heimi!

 

                Arndís Nína 10.áraHafðu það sem allra best á afmælisdaginn þinn og það var virkilega gaman á laugardaginn að hittast svona öll systkinin og börnin okkar og eiga góða kvöldstund með ykkur pabba:d

kveðja
Hulda Rún og Arndís Nína


» 17 hafa sagt sína skoðun

19.06.2008 22:16:00 / hrmr

Ljóð


Vegna áhuga "stóru systur" minnar á ljóði sem birtist hér um daginn, ákvað ég að setja inn annað ljóð sem ég gerði. Hvort þetta sé nú mjög merkilegur skáldskapur, get ég ekki tjáð mig um, enda nokkuð hlutlæg í því mati, eins og gefur að skilja;) En hér kemur það. Njótið vel8)Lífsviljinn


Hvers vegna er lífið svo flókið og skrítið?

Hugurinn sveifar um en finnur lítið 

Lítið af svörum við spurningum mínum,

spurningum þess, sem væntir of mikils af sínum

 

Því breytir þú ekki öðrum eftir þínum vilja?

Ertu fastur í sárum þeirra sem ekki skilja?

Taktu þig upp og svífðu frjáls um höfin

Því þú einn ert  við stjórnvölin.

 

Og ef að hugur þinn reykar um víðáttu myrkursins

Þá kauptu miða á sýningu sirkusins

Því þar er hið óvenjulega mikils metið

Ekki endilega spurt um hvað þið getið.

 

                  Hulda Rún Mortensen
                       19.júní 2008


» 0 hafa sagt sína skoðun

19.06.2008 06:55:07 / hrmr

SpakmæliFind A Guy Who Calls You
Beautiful Instead Of Hot
Who Calls You Back When You Hang Up On Him
Who Will Lie Under The Stars And Listen To Your
Heartbeat
Or Will Stay Awake Just To Watch You Sleep ..
Wait For The Boy Who Kisses Your Forehead
Who Wants To Show You Off To The
World When You Are In Sweats
Who Holds Your
Hand In Front Of His Friends
Who Thinks You' re Just As
Pretty Without Makeup On
One Who Is
Constantly Reminding You Of How Much He Cares
And How Lucky He Is To Have You ..
The One Who Turns To His Friends And Says
.." *Thats Her* "» 14 hafa sagt sína skoðun

17.06.2008 08:44:59 / hrmr

17.júní


Árið 1944 varð Ísland lýðveldi, sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar var formlega lokið. Ákveðið var að stofna lýðveldið við hátíðlega athöfn á Þingvöllum á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar forseta,17.júní.


Íslendingar.....

.....gleðilegan þjóðhátíðardag:haha:


» 13 hafa sagt sína skoðun

16.06.2008 14:01:55 / hrmr

Ljóð
Sálir.

Enginn er eyland, var eitt sinn sagt.

Þó er það oft um einmanna veginn lagt,

að stakar sálir fljóta, í lífsins flaumi

fljóta í myrkri stolinna stunda, í laumi.

Alveg einar, alveg stakar, eins og eyland.

 

En hver getur breytt þessum orðum

um eitthvað sem skrifað var forðum.

Séð með skáldsins augasteini, í þessum heimi

Það er ekki allra að skilja og vita allt,

                              úr þessum geimi

Fáir geta það, fáir skilja það, veist þú það?


                                Hulda Rún Mortensen

                                            16.júní 2008


» 7 hafa sagt sína skoðun

12.06.2008 21:53:13 / hrmr

Spakmæli um vináttuna Umfram allt þá er mikilvægast að vera góður vinur, vera 
maður sjálfur koma þannig fram. Þá sýnir þú að þú ert
 
heiðarleg manneskja og fólk kynnist  þér eins og þú ert.
 
Vertu skilningsrík / ur gefðu þér tíma til þess að skilja,
 
skilja náungann áður en þú metur hann, skilja vandamál
 
hjá vinum ef þau eru til staðar og umgangast hvern og
 
einn eftir aðstæðum, ef fólk þarf að vera í friði , hafa
 
skilning á því. Góðir vinir eru ekki á hverju strái, þeir
 
eru sjaldgæfir,einbeittu þér að því að vera góður vinur.
 
                                                                                         http://www.julli.is


Varðveittu hverja stund sem þú hefur 
og varðveittu hana enn betur því þú eyddir 
henni með einhverjum sérstökum,  
nógu sérstökum til að eyða tíma þínum í. 
Og mundu að tímin bíður ekki eftir neinum. 
  
Vinir eru mjög sjaldgæfir dýrgripir. 
Þeir láta þig brosa og hvetja þig áfram í lífinu. 
Þeir lána þér eyra,  hrósa þér og vilja alltaf 
opna hjarta sitt fyrir þig. -  
sýndu því vinum þínum hvers virði þeir 
eru þér. 

Bestu vinirnir eru þeir sem að þú getur setið með, án þess að segja orð, og svo gengið í burtu og fundist sem að þú hafir aldrei átt betri samræður.  
                                                  http://www.julli.is


 

Sönn vinátta er eins og góð heilsa.
Gildi hennar getum við sjaldan metið fyrr en við höfum glatað henni.
                                                 C. C. Colton Kveðja
Hulda Pulda;)

 


» 0 hafa sagt sína skoðun

11.06.2008 18:25:50 / hrmr

Stjörnumerkin/Djókur frá bróa


Stjörnumerkin:

Framhald af umfjölluninni um stjörnumerkin birtist á undirsíðu hér til vinstri. Þar verður fjallað um öll stjörnumerkin og þú getur skemmt þér við að lesa þér til um þitt merki eða merki vina og fjölskyldumeðlima;)

Einnig verður búin til önnur undirsíða um kínversku stjörnumerkin og umfjöllun um þau, hvaða ár hvert merki er o.s.frv.


Ég stóðst ekki mátið og varð að setja þennan brandara, af honum Halldóri bróður mínum, hér inn á síðuna. Þetta birtist á síðunni hennar Fjólu frænku (dóttur Halldórs)og ég stal þessu þaðan. Ég gjörsamlega argaði úr hlátri þegar ég las þetta, því ég veit nákvæmlega hvað hann er að tala um :haha:
Svo hér kemur það:


"Jæja pabbi og mamma náðu í okkur davíð og við fórum í smá heimsókn til afa og ömmu í Garðhúsi. Þannig er mál með vexti að pabbi og mamma eru að fara til Kanada að heimsækja vina fólk sitt Mike og Debbi þar. Þau eru einnig að fara með öðrum vina hjónum. Mike var búin að pannta fyrir þau hótelherbergi á rosa flottu hóteli á 24 og 28 hæð þar sem er fallegt útsýni yfir Neacra Falls. Þanni er mál með vexti að pabbi er alveg sjúklega lofthræddur þannig að það datt af honum andlitið þegar hann las póstinn frá Mike."
Davíð spurði svo pabba:
Davíð: "jæja hvort viltu svo vera á 24 eða 28 hæð Halldór"
Löng þöggn
Pabbi: "Er munur á kúk og skít?"
Ég og Davíð "HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA......."

Langaði að deila þessu með ykkur og vona að þetta fái ykkur til að hlæja líka

ALGJÖR SNILLD :d:haha:;)kveðja
Hulda Pulda:haha:


» 0 hafa sagt sína skoðun

09.06.2008 09:28:11 / hrmr

Ábending/ SpakmæliAthyglisbrestur hjá fullorðnum:

Mig langar að benda ykkur á undirsíðu hér til vinstri, þar sem birt er grein eftir Grétar Sigurbergsson geðlækni, um athyglisbrest og ofvirkni hjá fulloðrnum. Grétar hefur verið læknirinn minn í rúm 10 ár og með hans hjálp hefur mér tekist að vinna mig út úr mestum hluta veikinda minna og ég lifi nokkuð normal lífi ;) svona miðað við aldur og fyrri störf.:haha:
Ég er sjálf greind með athyglisbrest og það var nokkuð gott að lesa þessa grein, þar sem ég gat séð betur og betur hversu mikil áhrif athyglisbresturinn hefur á daglegt líf mitt.
Endilega lesið þetta.

Kveðja
Hulda Pulda8)Það tekur ekki nema örfár sekúntur að brjóta niður það traust sem tekur mörg ár að byggja upp.
Ef maðurinn finnur ekki frið í sjálfum sér er tilgangslaust fyrir hann að leita hans annars staðar.Að hrósa einhverjum fyrir það að vera góður, verður oft tilefni fyrir hann að verða það.
» 4 hafa sagt sína skoðun

05.06.2008 14:45:30 / hrmr

Systur, vinkonur...... að eilífu
Systur að eilífu

 

Ung kona var í heimsókn hjá móður sinni og  drakk íste til þess að kæla sig í mesta sumarhitanum.Um leið og þær töluðu um lífið, hjónabandið, ábyrgðina og skuldbindingar fullorðinsáranna hristi móðirin klakamolana  í glasi sínu svo að telaufið þyrlaðist upp og leit hreinskilnislega á dóttur sína: „Gleymdu ekki systrum þínum, þær verða  því mikilvægari sem þú eldist. Einu gildir hversu mikið þú elskar manninn þinn eða börnin sem þú kannt að eignast, þú munt alltaf þarfnast systra. Mundu t.d. eftir að lyfta þér upp með þeim. Með systrum á ég við ALLAR konurnar í lífi þínu. Ég á við vinkonurnar, dætur þínar og aðrar konur sem þér eru tengdar blóðböndum. Þú munt þarfnast annarra kvenna. Þannig er þetta bara.“

      „Þetta er skrýtið ráð,“ hugsaði unga konan. „Ég er nýgift, nýkomin inn í hjónaheiminn. Nú er ég gift kona, svo sannarlega fullorðin manneskja. Maðurinn minn og fjölskyldan sem við vonumst til að eignast verða allt sem skiptir máli í lífi mínu.“

Þótt unga konan væri ekki ginnkeypt fyrir ráðum móður sinnar í þetta sinn fór þó svo að hún tók mark á henni. Hún ræktaði sambandið við systur sínar og eignaðist fjölda vinkvenna. Þegar tímar liðu varð henni ljóst að mamma hennar hafði rétt fyrir sér.

Tíminn og framvinda lífsins marka spor á konur en systur eru óumbreytanlegar. Sannleikurinn kristallast í eftirfarandi:

 

Tíminn líður hjá, lífið á sér stað, fjarlægðir skilja menn að, börn vaxa úr grasi, atvinnutækifæri koma og fara, ástin getur orðið að vana, menn gera einfaldlega ekki það sem vænst er af þeim, hjörtu bresta, foreldrar deyja, samstarfmenn gleyma greiðunum sem þeim eru gerðir og framabrautin tekur enda EN Systur eru enn til staðar óháð tíma og fjarlæg. Góð vinkona er aldrei í meiri fjarlægð en svo að það megi nálgast hana á einhvern hátt.  Þegar erfiðleika  ber að höndum og þú ert ein þíns liðs þá bíður ævinlega einhvers staðar systir með útrétta arma þér til hjálpar. Stundum eru þær jafnvel reiðubúnar að ganga með þér spölkorn eða líta við og rjúfa þar með  einmanaleikann..

      Vinkonur, dætur, ömmustelpur, tengdadætur, systur, mágkonur mæður, ömmur, föðursystur, móðursystur, systradætur, bróðurdætur og frænkur af ýmsu tagi í stórfjölskyldunni eru okkur öllum til blessunar. Veröldin væri önnur án kvenna. Þegar við lögðum af stað í það ævintýri sem fylgir því að vera kona þá höfðum við litla hugmynd um þá gleði og sorg sem fram undan væri. Við gerðum okkur heldur ekki grein fyrir hversu mjög við kynnum að þarfnast hver annarrar. Þannig verður það áfram.


» 0 hafa sagt sína skoðun

04.06.2008 13:44:40 / hrmr

Stjörnumerki(krabbinn)KrabbinnKrabbinn er varkár og íhaldssamur tilfinningamaður. Hann fæðist í byrjun sumars og því ríkt í eðli hans að hlúa að nýgræðingi, rækta, hjálpa og ala upp. Aðhlynning er því lykilorð fyrir Krabbann. Þessi eiginleiki getur birst á margvíslegan hátt eftir aðstæðum. Krabbinn í viðskiptalífinu tekur að sér yngri skjólstæðinga og hjálpar þeim áfram og leikstjórinn í Krabbanum velur ungt fólk í lykilhlutverk.

Seigla og útsjónarsemi
Krabbinn er varkár og frekar hlédrægur um eigin hagi, en eigi að síður fastur fyrir og ákveðinn þegar á þarf að halda. Hann býr yfir hæglátri seiglu og er séður og útsjónarsamur. Varkárni Krabbans birtist þegar hann er að skoða ný mál. Hann opnar dyrnar til hálfs og tekur eitt skref fram á við til að kynna sér aðstæður. Síðan tekur hann tvö skref afturábak, dregur sig í hlé og skoðar málið í rólegheitunum. Hann vill hafa vaðið fyrir neðan sig og þreifa sig áfram. Það getur því tekið langan tíma að kynnast honum og þótt hann sýni áhuga bítur hann ekki endilega strax á agnið. Þegar hann hefur hins vegar tekið endanlega ákvörðun um að ganga í ákveðið verk berst hann með kjafti og klóm og gefst ekki auðveldlega upp.

Ábyrgðarkennd
Krabbinn hefur sterka ábyrgðarkennd og er yfirleitt traustur og samviskusamur. Hann vill leysa þau verk sem hann tekur að sér. Fyrir vikið er honum oft treyst fyrir ábyrgðarstörfum. Hann er einnig frumkvæður sem birtist í því að Krabbar taka oft að sér forystu á þeim sviðum sem þeir velja sér.

Íhaldssemi
Íhaldssemi Krabbans birtist m.a. í því að hann er fastheldinn á þær skoðanir sem hann temur sér eða á þá hluti sem honum eru kærir. Hann vill oft búa í gömlu húsi með sál, andrúmslofti og grónum garði. Það nýja og sálarlausa lítur hann hornauga. Íhaldssemin birtist einnig í sterkri öryggisþörf og því að hann safnar að sér hlutum, á erfitt með að henda því gamla og hugsar til þess að eiga varasjóð. Honum finnst óþægilegt að skulda eða búa við óvissu í sambandi við heimili, vinnu og fjármál. Oftast nær er Krabbinn mikill heimilismaður og fjölskylda, börn og nánir vinir skipta hann meira máli en gengur og gerist. Yngri Krabbar fela oft þessa eiginleika, enda ekki svalt að vera íhaldssamur heimilismaður á unglingsárum. Þá er hin fræga Krabbaskel sett upp, og svalt yfirborð látið hylja innri viðkvæmni.

Tunglsveiflur
Krabbinn er oft misjafn í skapi og framkomu. Karlmenn í merkinu eiga stundum til að vera hranalegir og fráhrindandi í framkomu, ekki vegna slæms upplags, heldur til að fela feimni. Tilfinningaríkum og næmum manni finnst oft að hann þurfi að verja sig og geti ekki hleypt hverjum sem er nálægt sér. Hann býr því til töff skel til að verja sig. Til að skilja skapgerð Krabbans er ágætt að líta á flóð og fjöru og kvartilaskipti Tunglsins. Tunglið er dimmt og ósýnilegt þegar það er nýtt en bjart og áberandi þegar það er í fyllingu. Skapgerð Krabbans er svipuð, stundum vill hann draga sig í hlé og vera einn með sjálfum sér, stundum er hann opinskár, hlýr og gefandi, jafnvel allra manna hressastur. Það getur því verið erfitt að reikna hann út. Eina stundina vill hann vera heima hjá sér, en þá næstu er hann reiðubúinn að fara út á lífið og rabba við fólk um daginn og veginn.

Náttúrubarn
Krabbinn er náttúrumaður, nýtur sín nálægt hafi eða vatni og þarf að hafa tré og gróður í umhverfi sínu. Sund og göngutúrar niður í fjöru eða út í sveit eru meðal þeirra íþróttagreina sem Krabbinn ætti helst að leggja stund á. Vatn og útivera hreinsa og endurnæra orku hans. 
» 0 hafa sagt sína skoðun


Dagsetning
28. nóvember 2014
Talning
Eftir 26 daga
koma JÓLIN
Heimsóknir
Í dag:  13  Alls: 201305